STARFSMANNAFÉLAGIÐ sér um allt fyrir þig...


Á meðan þú situr yfir dásamlegum kaffibolla - rétt eins og þeim hér til hliðar - er STARFSMANNAFÉLAGIÐ að störfum að skipuleggja og undirbúa fyrir þig. Það kostar þig og fyrirtækið þitt mikla fyrirhöfn að skipuleggja uppákomur fyrir starfsfólkið.  Það er hins vegar það sem við gerum best.  Heildarlausnir STARFSMANNAFÉLAGSINS fyrir starfsmannafélagið þitt, saumaklúbbinn, hjónaklúbbinn, matarklúbbinn, ferðaklúbbinn, kórinn eða sem sagt hvern sem er.

Það hefur í langan tíma tíðkast að hópar fólks, veri það starfsmannafélög eða hvað annað, geri eitthvað skemmtilegt saman. Það er einmitt þar sem STARFSMANNAFÉLAGIРkemur til móts við þig.  Skoðaðu þessa síðu og þá kemstu að því hvað við erum að tala um.  Við erum með ýmislegt sem aðrir bjóða ekki upp á, auk þess sem við bjóðum upp á að aðstoða þig við að útbúa viðburðadagatal sem er sniðið að þínum þörfum.  

STARFSMANNAFÉLAGIÐ býður þér upp á það sem hugurinn girnist, leggur áherslu á það að gera létta og skemmtilega hluti á verði sem allir eru sáttir við. 

Að auki býður STARFSMANNAFÉLAGIÐ þér upp á aðstoð við útvegun á gjöfum til starfsmanna, t.d. vegna starfsafmælis, stórafmælis og svo framvegis. Vandaðar og jafnvel sérmerktar gjafir eru eitthvað sem alltaf slær í gegn hjá þeim sem við tekur.

Þú hefur samband við okkur með því að hringja í síma 848-8822 eða með því að senda tölvupóst á það netfang sem við á fyrir þig:

ferdanefndin@starfsmannafelagid.com

skemmtinefndin@starfsmannafelagid.com

starfsmannafelagid@starfsmannafelagid.com

valdi@starfsmannafelagid.com

 

 

starfsmannafelagid.com © 2008 • Privacy Policy • Terms of Use

www.starfsmannafelagid.com